11. juli 2015. Laugardagur

Morgunmatur á svölum LaChiusa. Dalurinn baðaður sól að venju. Í gær gengu tveir asnar, móðir og barn, á milli ólífutrjánna í leit að grasi. 50 geitur í flokk hafa verið á vappi um dalinn með sínum gamla og skítuga geitahirði. Hundarnir hans eru leiðinlegir.

Svo eru það ólífubændurnir sem alltaf finna tré sem hægt er að snyrta með sínum háværu vélsögum. Annars er þögin hér svo djúp að samsærislegt hvísl hinum megin í hlíðinni, heyrist greinilega hér á svölunum. Engin leyndarmál eru óhult í ólífudalnum.

IMG_4038

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.