13. juli 2015. Mánudagur.

Það er heitt í dag. Sólin alein á himninum. Glóandi heit.

í gær var ekki bara eitt verkefni sem fékk sinn góða endi: Fella tré. Lavanderblóm voru sett í mold, ja, eða sand. Jarðvegurinn á fótboltavellinum gamla er ekki sérlega frjósamur. Sandur og grjót og kannski líka múrbrot og sement eftir byggingu hússins. 5 lavander plöntur og 4 hraðbrautarplöntur eru komnar niður. Svo hef ég plantað rósmarin runna við appelsínutrén og chiliplöntu í krukku fyrir framan útdyrnar.

Það var ekki létt verk ad gróðursetja plönturnar í þessum glórulausa fótboltavelli med hamri og gamalli rydgaðri, kínverskri skóflu. En nú standa þær plönturnar 9 og fá daglega vökvun.

IMG_4054

Bak við hinn nýja pizzaofn standa 2 appelsínutré sem við plöntuðum fyrir tveimur árum Mér til furðu bera þau engan ávöxt enn. Ég velti fyrir mér hvort það eigi að klippa þau svolítið til að minnka alla þessa greinaflækju. Og ég klippti svolítið í gær, bara í blindni, því ég veit ekki hvað ég er að gera. Það væri ekki ónýtt að fá nokkar appelsínur á trén þar sem á morgunborðinu er hvern morgun framreiddur ferskur appelsínusafi.

Í dag ætlum við að heimsækja plöntusalan í Vico sem við höfðum algerlega gleymt. Í síðustu viku keyrðum við 40 km í gegnum Lido del Sol (þann hræðilega bæ) til að kaupa plöntur hjá gömlum plöntusala með stráhatt. Hann var góður að selja. “Bene, bene, benissimo,” hálfhrópaði hann ef maður benti á eða handlék eina af plöntunum hans. Svo hló hann. Það var gaman að koma í blómahúsið hans en óþarfi að keyra þessa löngu leið til að kaupa mold. En það er nefnilega mold sem mig vantar til að planta nokkrum fræjum af lauk, jarðaberjum, og eitthvað fleira.

Í gær fór fyrri partur dagsins í að ala yngsta soninn upp. Hróp og grátur. D á erfitt með að einbeita sér og finna ró í sjálfum sér. Hann tekur sér ekkert fyrir hendur og lætur sér leiðast. Og svo finnur hann sér skemmtun í því að pirra og ögra N. Svona hefur þetta gengið meira og minna í viku. Ég held að ég muni rétt að svona var fyrsta vikan í LaChiusa líka í fyrra.

Nú er búið að finna pússluspil fram sem hann getur kannski dundað sér við.

N. hlustar á hljóðbók, Drekahlauparann, og getur varla slitið sig frá bókinni. Liggur í sófanum eða upp í rúmi og hlustar ef færi gefst.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.