Japan, Tókyó. Lausnin fundin

Það rigndi enn þegar við fórum á fætur. Ekki bara rigndi, það hellirigndi, eins og undanfarna daga. Það er hreint úrhelli. Allt er á floti og engin kemst millimeter án þess að hafa regnhlíf. Svona hafa dagarnir 5 í Tókyó verið. Stöðugt regn. Hér er haust og sá árstími í Japan sem rignir mest, en Japanir eru undrandi á þessu gífurlega vatnsmagni.

Við látum rigninguna ekki á okkur fá, við örkum með regnhlíf bæjarenda á millIMG_1220i. Í dag vorum við að vísu bara hér í hverfinu, vorum lengi að borða morgunmat á einhverju surfer-kaffihúsi sem var mjög gott. Svo gengum við í rólegheitum milli regnhlífanna og kíktum í búðir í leit að lítill ferðatösku til að geyma allar námsbækurnar sem eru ansi þungar.

En það er kannski helst að frétta að Rori er kominn í leitirnar. Í morgun barst djúp karlmannsrödd af hæðinni fyrir ofan. Ég var nátturulega spenntur að sjá hvort röddin bærist frá barka Roris eða hvort skyndilega væri kominn nýr karlmaður í húsið. Ég gerði mér erindi upp á efri hæðina. Ég gekk varlega upp tröppurnar en hundurinn var fljótur að bregðast við og gelti sem óður hundur. Ég gekk því sakleysislega upp tröppurnar og enginn annar en Rori stóð í hurðaropinu.

“Hó!” sagði ég.

“Hó!” sagði hann og horfði brosandi á mig eins og hann væri að velta fyrir sér hvort hann ætti að halda samræðunum áfram á japönsku eða einhverju öðru tungumáli. Í rauninni gat hann valið á milli nokkurra tungumála (þannig séð), … Hann valdi ensku. Það gerði ég líka og fljótlega kom í ljós af samræðunum að Rori hafði verið í #Kyoto í viðskiptaerindum. Rori útskýrði fyrir mér að hann ætti lítið fyrirtæki sem hjálpaði þeim sem leigðu út íbúðir eða herbergi í gegnum AirBnB til að svara fyrirspurnum frá hugsanlegum leigjendum, fyrirtækið hans tekur líka á móti gestum og afhendir lykla, þrífur eftir gestina o.s.frv. Þetta er rífandi bissness. (kannski gætu einhverjir á Íslandi notað þessa viðskiptahugmynd). Nú var hann að opna útibú í Kyoto sem er vinsæll ferðamannastaður.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.