Japan, Nikko. Hinn gleiðfætti leigusali

Japan land hinnar rísandi sólar eða land hins fossandi regns? Ég hef aldrei vitað annað eins úrhelli. Þvílík rigning. Þvílík ausandi rigning.
Snemma í morgun var komið að því að yfirgefa Tókyó, Rioko og Miroma. Við fórum upp á loft til að kveðja leigusalaparið, sem sat og borðaði japanskan morgunmat, fisk og súpu. Þau stóðu hikandi frá borðum þegar við gengum inn (hundurinn Louis var alveg að ganga af göflunum, gelti, urraði og hljóp í hringi), Miroma heilsaði undirleit eins og japanskar konur  gera í kvikmyndum en Rioko gekk gleiðfættur á móti okkur, en úr öllu hans viðmóti mátti lesa: “drífið ykkur nú út”. Við þökkuðum fyrir okkur og sögðuIMG_4770m þeim eins og satt var að við höfðum haft það gott. Leiguparið hneigði sig að japönskum sið og svo steig Rioko fram og tók í hönd okkar, með tveimur höndum þannig að hann lokaði hönd okkar í báðum sínum. Hann er svoleiðis karlmaður, sem heilsar með báðum höndum, til að sýna einskonar innilegheit, en um leið óskar hann þess að kveðjustundinni ljúki sem fyrst. Þau voru alveg ágæt.

Við gengum út í regnið og ösluðum niður á okkar ágæta surfer-bar þar sem maður gat fengið þessar líka fínu og hóflegu morgun-samlokur; japanska Hlöllabáta og fyrirtaks kaffi. Þar sátum við og fylgdumst með straumi japanskra regnhlífa ganga hjá, bílum sem hálfsigldu eftir götunum í öllu regninu og glaðlegum, ungum þjónum sem hlupu um með bakka og matarílát.

IMG_4771Lestin til Nikko, okkar næsta áfangastaðar, fór frá Tókyó um hálfellefu. En svo hepplega vill til að japanir hafa framleitt lest sem er sú hraðskreiðasta í veröldinni, Shinpansen. Og nú höfum við keypt mánaðarkort í þessa hraðalest. Við þutum því á lestarteinunum alla leið til Nikko á mettíma. Þar tók sama helliregnið á móti okkur.

Það var ekki eftir neinu að bíða, ekkert að staldra við í þessum gegnumblauta bæ. Við drifum okkur af stað inn á hótelið, eða Ryokan-ið (IMG_4773hefðbundið japanskt sveitahótel) og var vísað upp á herbergi sem var vægast sagt sparlega útbúið húsgögnum. Ekkert rúmi, borð í 30 cm hæð og púðar til að sitja á við borðið. Hmmm.

Herbergið okkar er á 4 hæð og fyrir utan gluggan blasir við beljandi á. Í öllu þessu IMG_4774regni er vatn í ánni gruggugt og straumurinn þungur. Þetta er að öllu leyti fyndið hótel. Þjónnnin fylgi okkur upp á herbergi og fór gegnum það hvernig maður klæðist kimano og hvenær ætlast er til að maður klæðist kimanoinum. Við sátum eftir hálfbrosandi og fórum að sjálfsöðu eftir því sem maðurinn sagði og klæddumst  flíkinni. Við stefndum niður í lobbí  til að athuga hvort einhver matur væri á boðstólum (sem reynidist ekki vera). En við uppgötvuðum að skórnir okkar voru hofnir og í þeirra stað var raðað upp fagurrauðum inniskóm, fjórum pörum.  Mjög flott.

IMG_4772

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.