Japan, Magome. Tennis, skák og strætóskýli

Ekki grunaði mig þegar ég vaknaði í gærmorgun að ég ætti eftir að spila tennis síðar um daginn. Við höfðum ákveðið  að nota daginn til að kíkja á „Open air museum“ í nágrenni Hakone. Það krafðist nokkurra rútuferða, (eða kannski eru þetta strætóar þessar rútur). En það var sannarlega þess virði að skipta 18 sinnum um rútur til að komast að safninu.

Safnið minnti mjög á Louisiana safnið í Humlebæk, Danmörku. Ekkert nema upplyftingin sjálf. Mjög stórt opið svæði með flottum og margvíslegum  skúlptúrum. Allt um kring og fyrir ofan og neðan var þessi líka fallega náttúrusýn, fjöll og hæðir, dalir og akrar, skógivaxnar hlíðar, búmm, búmm búmm. Allt umkring. Og listaverkin á safninu voru hin skemmtilegustu, Picasso, ljósmyndarinn Sakiri sem hefur fylgt mörgum af helstu poppstjörnum áttunda og níunda áratugarins, David Bowie, Lou Reed, Iggy Pop, B52s, Giacometti, og allskonar aðrir mér óþekktir höfundar.

Svo gat maður líka farið í fótabað í heitri laug og virt fyrir sér bíla frá styktaraðila safnisns, AUDI, yo

Fótbað umhverfis AUDI
Fótbað umhverfis AUDI

Þegar ég sat þarna í fótabaðinu og fylgdist með félögum mínum, jarðarbúum frá Japan, dást að fðótabaðinu og AUDIbílunum fékk ég hugljómun; mig langaði að tefla, taka eina skák. Samstundis ákvað ég að ég skyldi nú skrá mig inn í ICC (Internet chess club) og tefla á netinu. (Byrjaði í gærkvöldi með látum og er þegar kominn með 1.400 stig.) Önnur ákvörðun var tekin í sama fótabaði: Á ferðum mínum um heiminn næstu 9 mánuði ætla ég að taka ljósmyndaseríuna „strætóskýli“ (ég er byrjaður og er búinn að taka mynd af 3 strætóskýlum, japönskum.) Strætóskýli geta verið svo flott og svo herfilega ljót. Gaman að því.

IMG_4843
Tennisdrengirnir þrír.

Kannski er ekki hægt að segja að hápunktur gærdagins hafi verið tennisleikur við nokkra 11 ára íbúa Hakone. En leikurinn setti fjör í hálfgamlan kropp. Við vorum á gangi í Hakone, nýbúinn að fara inn í „Liquoere store“ sem var svo full af drasli að ég var ekki viss hvort ég var inni í búð eða á ruslahaug. Allt út í tómum mjólkurfernum á gólfinu, Hillur fullar af allskonar pappírum og drasli. En í hillurnum bak við kaupmannann, sem sat á stól innan við búðarborðið, reykti og geispaði á víxl, voru uppraðaðar flöskur af allskyns sprútti.

Við hálfbökkuðum út, þetta var svo klikkað, og í þungum samræðum um þetta vínbúðarfyrirbæri gengum við niður götu og þegar mitt næma boltaeyra heyrði skyndilega boltahljóð: „Hó! Hvað er þetta? Einhver að spila baseball, eigum við ekki að kíkja?“ (Ég segi það strax, án alls biruleika, undirtektirnar voru dræmar. En ég lét það ekkert á mig fá og  boltahljóðið sogaði mig til sín og Núm, Daf og Sús fylgu nauðug í humátt á eftir.)

Það kom í ljós að boltahljóðið kom ekki frá baseballspilurum, það var eitthvað rugl, heldur frá nokkrum drengjum sem spiluðu svokallaðan softball-tennis (tennis með linum gúmmíbolta). Við stóðum á hliðarlínunni og fylgdumst með þessum hressilegu 7 drengjum sem voru á aldrinum 11 til 15 ára. Þegar við vorum í þann mund að snúa til baka kom einn drengjanna til mín og sagði eitthvað á japensku (ensku með japönskum framburði) sem ég skyldi ekkert í og sagði bara eins og álfur, „já, já við tölum ensku. (eða kannski sagði ég „við erum ekki bresk“ (tennis hljómaði nefnilega eins og British (tennis))

„Nei, hann spyr hvort við spilum tennis?“

„Já, endilega, kallinn minn,“ sagði ég.

„Let’s play!“

Og nú upphófst þessi líka æsilegi tennsleikur milli mín (og síðar Sus) og drengjanna þriggja. Frábærlega skemmtilegt.

IMG_4846
Nobu veitingastaðurinn

Til að kóróna daginn hafði Sus (ferðastrumpurinn í fjölskyldunni) fundið veitingastað á heimsmælikvarða í þessum smábæ. Nobu. Við höfðum um morguninn ákveðið að leyfa okkur að borða á þessum stað  þótt ferðabudgetið sé skrapað og undir ströngu eftirliti fjármálastjórans Núm. Við höfðum borðað á öðrum Nobu-stað í S-Afríku sem var klikk-góður. Unggæingslegur og hressilegur. Þessi Nobu-staður var öllu dempaðri en maturinn var góður, góður góður. Ummmmm. Grrrrrr.

Í morgun yfirgáfum við svo Hakone. (mér var kennt af einum af mínum gömlu vinum að maður geti ekki yfirgefið staði. Maður yfirgefur bara fólk. Maður keyrir/ gengur / hleypur burt frá stöðum (eða eitthvað slíkt), maður yfirgefur þá ekki. Og hann var ótrúlega harður á þessu, minn maður. Samt skrifa ég nú að ég hafi yfirgefið Hakone, bara til að stríða honum.) Og enn á ný keyrðum við með Shinkansen-lestinni sem kemst á 700 km hraða eftir þráðbeinum japönskum brautarteinum. (Og ég er ekki að ýkja, eða grínast. lestin þýtur á þessum ógnarhraða í gegnum Japan. Það er einsgott að sálin, mín eigin, er jafn hraðskreið, annars hefði hún orðið eftir í Hakone og komið í kvöld hingað til Magome).

Magome er pínulítið þorp inni miðju Japan. fint, lítið þorp. Og á morgun göngum við yfir í næsta þorp, Tsumago,  eftir gamalli póstleið. Ekki langt labb, bara 8 km. Og við gistum í Tsumago á morgun á enn einni sveitakránni, þar  eru engir stólar og maður sefur á gólfinu. Aftur.

Nú skák.

IMG_4815
Fyrsta myndin í strætóskýlaseríunni.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.