Japan, Shinhotaka-Onsen-Guchi. Áfram Starbucks

Nú er japanskt líf næstum orðið hversdagslegt. Maður sest þegjandi á gólfið þegar manni er boðið matur og borðar fisk í morgunmat með prjónum og drekkur miso-súpu með. Ekkert gott kaffi, bara grænt te. Maður er leynt og ljóst farinn að dásama Starbucks-keðjuna fyrir sína vestrænu kaffisölu sem er ansi víða í japönskum borgum. Á næturnar sefur maður á gólfmottu. Í hádegismat er enn miso-súpa með hrísgrjónum, súrsað grænmeti, fiskur og soja. Maður lærir að meta eigið hversdagslíf með rúmi og kaffi og stólum og borðum… og kjöti. Ég nýt ferðarinnar. Mér finnst þetta skemmtilegt, ekki bara að vera í borgum og bæjum heldur líka að sitja í rútu eða lest og keyra í gegnum Japan. Og við höfum farið víða.

IMG_4866IMG_4880IMG_4870

Í gær gengum við gamla póstleið milli tveggja gamalla póstbæja. Þrátt fyrir að leiðin væri bara 8 km tók það okkur tvo og hálfan tíma að komast á leiðarenda. Bæði voru margar brekkur og eins stöldruðum við víða við. Á einum stað var okkur boðið inn til japansks herramans sem framreiddi te fyrir göngufólkið. Á öðrum stað var eiturslanga á vegi okkar og varð til að Númi trampaði óaflátanlega niður fótum það sem eftir var leiðar. Þetta var bara einhver smáslanga sem auðvitað hraðaði sér burt, viti sínu fjær af ótta, inn í næsta rjóður þegar hún varð okkar vör (við mættum svo annarri álíka eiturslöngu á tröppum gististaðarins sem vakti bæði ótta og óhug hjá sumum í ferðafjölskyldunni).

IMG_4897
Ef vel er að gáð, má sjá hina litlu eiturslöngu.

Nú sit ég í lestinni á leið til annars bæjar, Shinhotaka-Onsen-guchi. Langt langt uppí sveit.

Annars gengur ekkert með skákina hjá mér. Ég tapa. Meiru snillingarnir sem eru í þessum ICC klúbbi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.