Japan, Shinhotaka-Onsen-Guchi. Hvíldardagur

Við erum enn úti í hinum dreifðu byggðum Japans. Langt úti á landi  og hér er kyrrð og há, skógivaxin fjöll. Í dag hefur rignt og við höfum því notað daginn til að lesa og vinna. Gistiheimilið er mjög friðsælt og við einu gestirnir ásamt eldri herramanni frá Brooklyn.

IMG_4915
Sus og Daf fyrir utan gistihúsið.

Ég les Sweet Caress eftir William Boyd (að vísu fékk ég meldingu rétt í þessu um að ég ætti að drífa mig í að lesa THE BOOK OF MIRRORS sem er handrit eftir einhvern rúmanskan gaur og allir keppast um að kaupa. Svo nú vind ég mér í að lesa hann.) Ég er búinn að lesa 15% af Boyd (les á Kindle) og hún er ágæt, er smám saman að ná tökum á mér.

Á morgun höldum við af stað norður á bóginn, til Takyama í rútu.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.