Japan, Takayma. Fry me to the moon.

Eftir tveggja vikna dvöl í Japan hefur maður lært eitt og annað um japana sem aðskilur þá aðeins frá öðrum þjóðum. Nú erum við komin til Takayma, sem er frekar stór bær og virðist vera hinn flottasti.

itarian1. Það er fyndið að heyra hvað þeir ruglast í sífellu á r-i og l-1: good rock (good luck), jetrag (jetlag), fry me to the moon, (fly me to the moon), itarian food, (Italian food).

IMG_49322. Japanir eru vitlausir i soft-ice. Það eru ísvélar út um allt!

3. Japanir eru vitlausir í egg. Maður getur valið á milli 2 soðinna eggja í bakka á skyndibitastöðum eða samloku ….

IMG_49294. Ungir japanir eru vitlausir í dúskhúfur, eða húfur almennt. Oftast fyndnar litríkar húfur.

5. Japanskir verkamenn nota hvíta hjálma.

6. Japanskir verkamenn ganga í hvítum gúmmístígvélum

7. Það er boðið upp á fisk í öll mál, morgun, hádegi, kvöld.

8. Japanir eru vitausir í rennihurðir. Það eru rennihurðir útum allt.

9. Japanir eru vitlausir í drykkjarvörusjálfsala. Þar getur maður keypt kók, kaffi í flöskum (líka heitt), bjór, djús og vatn.

10. Japanir nota alltaf báðar hendur til að gefa og taka á móti. (mjög fínt og höfðinglegt.)

11. Japanir nota regnhlífar í sól og regni og hafa eina slíka ávallt við höndina.

IMG_4778 (2)12. Japanir eru með eindæmum hreinlátir. Öll opinber klósett eru svo hrein að maður gæti borðað kvöldmatinn á gólfinu. Og klósettin eru tæknivædd. Með a) heitri bunu upp í rassinn  b) heitum blæstri upp í rassinn c) takka sem spilar hljóð eins og maður sé að sturta niður c) hita í setunni.

13, Japanir ganga margir hverjir með grímur fyrir andlitinu. Ég veit ekki alveg hvort það sé til að smita ekki aðra af sjúkdómum eða að smitast ekki af sjúkdómum annarra.

Já, þetta er niðurstaða 2 vikna mannfræðirannsókna.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.