Ég var búinn að hlakka lengi til að fara á fótboltaleik í Japan. Og það var líka gaman, mjög gaman og mjög japanskt. Allir svo kurteisir bæði áhorfendur og leikmenn, (sem hneigja sig fyrir áhorfendum). Í japönskum fótbolta liggja leikmenn ekki mínútum saman í grasinu og engjast í kvölum eftir samstuð við mótherja. Nei, í Japönskum fótbolta er næstum aldrei fríspark, leikmenn brjóta næstum aldrei á hver öðrum. Það var fyndið og enginn tuðar í dómaranum (jú einn leikmaður, tuðaði aðeins, en hann var líka brasilískur). Ef leikmönnum var skipt útaf hlupu þeir stystu leið út af vellinum, jafnvel við hornfánan, svo þeir tefðu ekki leikinn.
Þegar við Númi komum að leikvanginum var mikil stemmning þótt klukkutími var í leik. Alls slags sölubásar og tjöld voru allt í kringum leikvanginn. Í sölubásunum, sem voru örugglega fleiri en 20, sátu prúðir áheyrendur á stólum (um að bil 10 í hverjum bás) og prúðbúinn maður fór yfir einskonar statistik eða powerpoint show á frá skjávarpa. Það var ansi erfitt að átta sig á hvað fór fram í þessum tjöldum. Ég held að vörukynningin hafi farið fram. Auðvitað voru líka matbásar með japönskum mat, djúpsteiktum kolkröbbum, núðlum, og öðru góðmeti.
Leikurinn KYOTO og Okayama var hin besta skemmtun þótt úrslitin 0-0 væru ekki þau bestu.