Kyoto, Japan. Smágöngutúrar

Síðasti dagur í Kyoto. Eftir átta daga dvöl erum við á leið vestur á bóginn til Hiroshima. Höldum af stað semma í fyrramálið og verðum þar tvær nætur.  Allt hefur verið í miklum rólegheitum í dag. Í morgun ákváðum við að kíkja hin miklu rauðu port sem er helgidómur ekki langt frá íbúðinni. Við gengum hálftíma og svo fóru þeir að birtast, ferðamennirnir, í halarófu og þá veit maður að ekki er langt í ferðamannadásemdirnar.

IMG_5025

Rauðu portin eru dálítið flott en ekki eins imponerandi og til dæmis gullna hofið sem við sáum í gær og var ansi glæsileg sýn. Gamall bústaður Shogun, umgirtur tjörn með nokkrum hólmum þar sem eitt eða tvo fín japönsk tré juku á fegurðina. En það sem var best við að hafa komið til hinna rauðu dyra er göngutúrinn í gegnum öll 3000 portin og upp á fjallstoppinn og niður aftur. (iPhone appid  mitt mældi að við höfðum gengið upp 62 hæðir).

Við skutumst svo inn í bæinn til að fá eitt skot af Starbucks-kaffi og eftir smá göngu fórum við heim og höfum tekið það rólegt hér. Ég sá kvikmynd “Fasanedræberne” sem er dönsk spennumynd byggð á sögu Jussi Adler. Bara ágætt. Daf sá líka kvikmynd og hlustaði á Mús og menn á hljóðbók. Númi leysti heimaverkefni í landafræði og Sus pantaði gistingu í San Fransico á næsta ári.

Af lestri er það að segja að ég las THE BOOK OF MIRRORS sem við ákváðum svo að kaupa og pre-emtuðum hana. Frekar mikið stuð í kringum þessa bók. Bókin er þegar seld til 14 landa og síðast þegar ég vissi voru 13 þýsk forlög að býtast um bókina og 11 ensk. Bókin er fín. Ég held ekki að þetta verði mega-bestseller en fær örugglega athylgi.  Nú les ég aðra pre-Frankfurt bók, Elenora Oriphant sem er mikið hypuð. Þetta er kvennabók og ég er ekki alveg með.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.