Nýja Sjálendingar er sú þjóð sem á flesta báta per íbúa. Mér finnst líka eins og ég sé alltaf umlukinn vatni. Í morgun fengum við far með einum af bátunum sem liggja við akkeri, Blue See, og vopnuð veiðistöngum ætluðum við að veiða nokkra feita fiska úr hafinu. Við lögðum í’ann snemma í morgun, vorum komin út á bryggju um hálfníu, og héldum á miðin með 3 öðrum veiðimönnum.

Sólin var skein á okkur og við vorum full bjarsýni að okkur tækist að hálffylla bátinn á skömmum tíma. Þegar við vorum komin á miðin köstuðum við út og biðum þess að biti á. Ekkert gerðist fyrir utan að Núma tókst að krækja öngli í bringu einhvers undirmálsfisks sem skipstjórinn kallaði draslfisk “rubbish-fish”. Fiskitúrinn í hinni ægifögru náttúru leið án þess að áhöfnin yrði vör við alvöru fisk. Mér var alveg sama, ég hafði meiri áhuga á lífinu ofansjávar. Frábærlega fallegt hér.
Við komum af sjónum rúmlega eitt, sumir meira vonsviknir vegna aflaleysisins en aðrir, og ákváðum að notað góða veðrið í göngutúra. Sem sagt rólegur dagur.
