Nýja Sjáland, Russell. Indverskur vínbóndi

Tíminn líður og í kvöld pökkum við saman og höldum aftur af stað í fyrramálið, nú suður á bóginn. Russell hefur tekið vel á móti okkur og við keyrðum um nánasta umhverfi í dag og stoppuðum á litlum og fallegum vínbúgarði hér vestur af Russell.  Allt virtist nýtt og í hlaðinu tók á móti okkur ung, indversk stúlka.
Hún hafði óvenju þægilega framkomu.
Talaði rólega og yfirvegað. Allt var gott.
„Hér er allt svo nýtt,“ segi ég og virði fyrir mér nýmóðins hús og ungan vínvið á ekrum sem liggja allt í kringum húsið.
„Já, allt lítur vel út. Ég vona að svo verði líka eftir 10 ár. Við byrjuðum bara fyrir 5 árum.“
„Getiði lifað af þessu.“
„Kannski bráðum, við leigjum líka bústaði hérna uppi á hæðinni. Dagurinn kostar 9.000 dollara!!“
„9.000 dollar,“ hrópa ég. „9.000?“
„Já, 9000 dollara. Þar er allt til alls. Sundlaug, tennisvöllur, heitir pottar, þjónar og veitingar.“
„Vá!“ sagði ég.
Hún brosti rólega.
„Ertu héðan?“
„Nei, ég kem frá Indlandi og hef búið á Nýja Sjálandi í 6 ár. Fyrst rétt suður af Christchruch þar sem ég lærði vínræktun. Og svo tók ég við þessum stað.“ Allt þetta segir hún svo rólega.
Og svona hélt samtalið áfram. Við spurðum og hún svaraði brosandi og svo sérkennilega látlaust. Það var ánægjulegt að tala við svona hógværa, skýra  og glaðlega konu.

IMG_5355

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.