Nýja Sjáland, Heita vatnið

Við leggjum í hann snemma í fyrramálið. Enn liggur leiðin suður á bógin. Næsti áfangastaður er ansi afskekktur og mér skilst að netsamband sé svo lélegt að ef heppnin er með manni getur sent stuttan tölvupóst. En það þarf að ske um  nótt. Þetta er verðið sem maður greiðir fyrir að vera í paradís sagði eigandi litla útihússins sem við gistum í. Og bætti við og þetta er ekki miklar fórnir sem við þurfum að færa til að búa hér á “Milk and Honey” paradís á jörðu.

Á morgun kemur sem sagt í ljós hvernig paradís lítur út. Ég efast um að maður geti lagt blog inn næstu 6 daga. En við sjáum til.

IMG_5471

Dagurinn í dag hefur verið helgaður jarðhitasvæðum. Nýja Sjáland er ríkt af allslags hverum og heitum vötnum. Svæðið sem við gegnum um var undarðslega fallegt. Dalur þar sem brennheit á rennur í gegn, frá stærsta hitavatni í heimi. Þetta var allt mjög ævintýralegt. Vötnin voru annaðhvort sýrugræn, heiðblá eða brún eins og drulla og alls staðar bullaði í leirpottum. Mér varð oft hugsað til Söndru. Þvílik paradís fyrir jarðfræðinga.

IMG_5475IMG_5463

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.