Nýja Sjáland, Wellington: Afmæli

Ég hafði lagt fram ítarlegan óskalista fyrir afmælið mitt sem er í dag: Lakkríspípa, sokkar, ein flaska bjór, pilot penna (,4mm), smávindil (ég ætla að byrja að reykja). Aðfararnótt afmælisdagsins var ekki geðsleg. Ekki að ég væri svo spenntur yfir gjafalistanum og hvort einhverjum dytti hug að kaupa eitthvað af listanum til að gefa mér í afmælisgjöf. Ég vaknaði klukkan 03:50 með andfælum enda búin að missa flestar tennurnar í drauminum og hafði átt í einkar ógeðfelldum samskiptum við danskan þýðanda í sama draumi. Ég lá því andvaka og hálfsleginn til klukkan að verða 05:00 þegar ég sofnaði aftur.

Við erum komin til höfuðstaðar Nýja Sjálands, Wellington. Þetta er syðsta höfuðborg heims, lítil og lágreist eins og Reykjavík. 200.000 búa í borginni, sem er afar vindasöm en hefur sinn sjarma. Hér er listalíf gott, götumúsikmenn á hverju horni aðalgötunnar, hinir innfæddu fylla kaffistéttir og vinsamleg stemmning svífur yfir.

dagbók

2 athugasemdir við “Nýja Sjáland, Wellington: Afmæli

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.