Nýja Sjáland, Mahana. Landafræði

Eftir nokkuð stutta dvöl i Wellington brunuðum við af stað í morgun yfir á suður eyju Nýja Sjálands. Ég vissi ekki fyrr en eftir að ég ákvað að koma til Nýja Sjálands að landið er skipt í tvær höfuðeyjar. Norðureyjan og suðureyjan. Á norðureyjunni er stærsta borg landskns, Auckland og höfuðborgin Wellington. Á norðureyjunni búa mun fleiri og þangað koma flestir ferðamenn. Suðureyjan er hrjóstugri, þar er Christchurch þar sem hús hrundu í jarðskjálfta fyrir 2-3 árum og þar var kvikmyndin Lord of the Rings tekin. Þetta var landafræði.

Við sigldum semsagt yfir sundið (Cooksundið) milli norður og suður-Nýja Sjálands snemma í morgun og keyrðum svo hingað til Mahana, sem liggur nyrst á suðureyjunni rétt við Nelson bæinn. Hér búum við í hlöðu sem hefur verið breytt í litla íbúð. Mjög fínt. Við erum upp í sveit og enginn býr hér í næsta nágrenni. Hér verðum við næstu 4 nætur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.