Nýr dagur í Nýja Sjálandi. Ferðin og tíminn líður áfram og nú höfum við verið á ferðalagi frá 3. september eða í 75 daga. Við fjögur erum saman 24 tíma sólahringsins og lifum í hálfgerðri kúlu, það erum við og svo heimurinn fyrir utan okkar; handanheimur.
Það verður skrýtið að koma heim og taka aftur þátt í heiminum. Í gær var t.d. gert opinbert að við hefðum selt helmingshlut okkar í sænska útgáfufyrirtækinu Weyler. Þetta var stór ákvörðun á sínum tíma að vera þátttakandi í stofnun Weyler-forlagsins. Í sjö ár höfum við verið á hliðarlínunni hjá Svante Weyler og reynt að hjálpa til við að ýta fyrirtækinu í rétta átt. Efnahagur fyrirtækisins hefur verið upp og niður, sum ár hafa gengið ansi vel, önnur ekki eins vel. Þegar náðist samkomulag við Natur og Kultur um kaup á öllum hlutabréfum Weyler, sáum við okkur leik á borði að draga okkur í hlé frá sænskum bókamarkaði. Það var líka stór ákvörðun en náði varla að snerta mig hingað inn í mína litlu kúlu, upp í sveit á Nýja Sjálandi. Svo nú er ég einu útgáfufyrirtækinu fátækari án þess að velta því svo mikið fyrir mér. Áfram.