Nýja Sjáland, Queenstown. Jógafjölskyldan

Í Vín eru bara 10 fallegar konur,  sagði Leonard Cohen. Í Berlín eru margir barir, en margir leiðir og óhamingjusamir einstaklingar. Þetta sagði David Bowie eftir að hafa búið um árabil í Berlín. Í Queenstown eru líka margir barir, en ég hef enn ekki enn hitt hina leiðu einstaklinga borgarinnar. Aftur á móti iðar borgin af lífi hinna ungu, glöðu ferðalanga frá öllum heimshornum. Ef maður vill njóta Queenstown á maður að vera 25 ára, einhleypur og með veskið fullt af peningum. Fly high, stay dry, segja þeir hér. En dry eru þeir ekki samborgarar okkar. Garðar og opin svæði eru þéttsetinn af ungu fólki sem drekkur bjór á meðan næsta parý er skipulagt.

IMG_5855

Jógafjölskyldan
Á kaffihúsi mitt í bænum hittum við fjölskyldu, sem var nýlent eftir langt ferðalag frá San Francisco. Þau voru á leið í langa göngu um Nýja Sjáland og gista í fjallakofum, Nýja Sjáland hard core. Þau sátu við sama borð og við og borðuðu einhvern hollan grænmetisrétt. Og nú kemur enn og aftur greinilega í ljós mín stórkostlega félagslega hæfni, sem enginn annar en ég virðist sjá og skilja. (Það er allt í lagi, ég er sannfærður um eigið ágæti.)

Eftir stutta setu á sama kaffihúsi og þessi ágæta fjölskylda höfum við nú fengið heimboð til þeirra í San Francisco. Og við erum á leiðinni til San Francisco í apríl. Hann reyndist vera einhvers konar fjámálagúru með brennandi áhuga á hinu mjúku gildum lífsins, jóga og gönguferðum úti í náttúrunni. Samkvæmt nafnspjaldi, sem hann rétti okkur, er hann stofanandi og eigandi einhverrar mikilvægrar fjármálastofnunar í Bandaríkjunum. Konan var aftur á móti þekkt fyrir bókmenntaþátt sinn í bandarísku útvarpi, Víðsjá á bandarísku, þar sem hún hafði tekið viðtal við alla helstu jöfra evrópskra og amerískra bókmennta, Tom Stoppard, Jonathan Frenzen og alla hina. Börnin voru 9 og 15 ára og augljóslega vön að taka þátt í samræðum.

 

dagbók

Ein athugasemd við “Nýja Sjáland, Queenstown. Jógafjölskyldan

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.