Nýja Sjáland, Queenstown. Sálmar

Nú hugsa ég um arkitektúr og sálma. Ég hlusta alltaf á sálma.

Arkitektúr
Ég er skyndilega orðinn mikill áhugamaður um arkitektúr og les fagblöð um arkitektúr þegar ég kemst í tæri við þau og les allslags greinar um byggingarlist. Arkitektúr er fagið sem fæst við að skapa heima. Við þurfum ekki lengur að flýja inn í stjörnuspeki, dulhyggju eða hvað fólk flýr inn í til að gera tilveruna enn betri. Veröldin sem er hér og nú, bara eins og hún birtist okkur, er spennandi. Allt í einu hafa nútímamennirnir þróað hæfileikana og verkfærin til að skapa þann heim sem við viljum lifa í. Nútíminn er svo geggjaður.

Iðnaðarhúsnæði
Ég held að nú séu liðin 30 ár síðan mig dreymdi í fyrsta skipti að ég væri að endurbyggja hús, stórt iðnarhúsnæði þar sem allt var á rúi og stúi og mitt hlutverk var að koma á röð og reglu og skapa umhverfi sem ég get unnið í. Í 30 ár hefur þessi draumur fylgt mér, ekki hverja nótt, en oft í viku berst ég við að breyta hálfónýtu húsnæði í draumaveröld. Og það er ótrúleg kaos og oft er ég hálfþreyttur þegar ég vakna eftir átök næturinnar. Sumar nætur tekst mér að umbreyta óreidunni í eitthvað flott, bara inni í litlu horni og vonast til að útvíkka landamæri þessarar eyju lengra inn í óreiðuna. Kannski eru þessi draumar  undirrót hins nýja áhuga á bygginarlist.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.