Argentína, Buenos Aires. Alúð

Mér varð hugsað til orðsins alúð. Ég sá ágæta kvikmynd i fluginu til Argentínu um Sherlock Holmes. Í myndinni var Holmes orðinn gamall maður, 93 ára og hafði snúið sér að býflugnarækt á lítilli landareign fjarri London. Myndin var ansi góð. Holmes minnti mig svo á pabba síðustu árin. Tempóið og hreyfingarnar. En aðallega var það alúðin sem Holmes lagði í verk sín sem minnti mig á pabba. Alúð. Alhugur. Það var í rauninni bara tvö síðustu æviár pabba sem mér fannst hann gamall maður þótt hann væri orðinn níræður. En hann lagði alltaf svo mikla alúð í það sem hann tók sér fyrir hendur. Sérstaklega ef það tengdist trúnni og kirkjunni. Alúð. Að vinna sín verk hægt og af öllum huga. Vanda sig.

Ég vildi að ég hefði erft þennan eiginleika að vinna verk mín alltaf af alúð.

IMG_5920

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.