Fyrsti dagur í Chile. Við lentum í gær í Santiago, höfðustaðnum, og keyrðum þegar af stað vestur á bóginn, út til strandarinnar þar sem bærinn Valparaiso liggur. Þetta er stærsti hafnarbær Chile og hér eru níu háskólar, hér fæddist Salvador Allende og hér átti Neruda hús. Bærinn liggur í hárri fjallshlíð sem myndir einskonar skál í kringum höfnina. Sem sagt toppbær.
Hundar og kettir
Eiginleg finnur maður betur fyrir því að vera í Suður-Ameríku hér en í Buonos Aires. Þótt Buoenos Aires væri hálfkaotísk er það ekkert í samanburði við skipulagið hér. Hér er allt á rúi og stúi, hálfhrundar byggingar eru inn á milli fínna og ljótra húsa. Hundar og kettir út um allt.
Hollendingurinn
Við leigjum hjá ungum hollenskum manni sem flutti hingað fyrir 9 árum. Hann hefur byggt hús og skipt því upp í fjórar íbúðir og auk þess keypt aðrar íbúðir hér í kring svo nú rekur hann 7 íbúða útleigu. Ég dáist að svona drift; að flytja til ókunnugs lands og ná að byggja upp þessa starfsemi. Hann hefur líka komið á fót barnaskóla hér í bænum. Honum fannst skólarnir í bænum ekki nógu góðir fyrir börnin sín svo hann ákvað að safna saman fólki í bænum sem gæti verið áhugasamt um annars konar skóla en var í boði. Nú er allt er í fullum gangi, húsnæði í þróun og skólinn stofnaður. Vel af sér vikið.