Chile, Valparaiso: Við Neruda

Ho. Gengum upp snarbratta brekkuna hérna við húsið og upp til húss Pablo Neruda. Ekki nema kílómetra ganga en hæðarmismunurinn er 500 metrar. Það tók því smávegis á að ganga hratt upp í móti.

IMG_6153
Útsýnið úr glugga Neruda.

Neruda átti þrjú hús í Chile, eitt í Santiago (höfuðborginni), eitt á eyjunni Isla Negra og eitt hér í Valparaiso. Húsið byggði hann 1961 (árið sem ég fæddist) og notaði það aðallega í helgarfríum og til að hvílast frá hávaðanum í Santiago, skrifa og halda veislur. Húsið er allsérstakt, stendur efst upp í hlíð og hefur frábært útsýn yfir sjóinn og yfir borgina. Eins og sjá má á myndinni er sú vegghlið sem snýr að sjónum einn samfelldur gluggi svo skáldið gæti notið útsýnisins. Neruda hannaði húsið sjálfur og hann elskaði að byggja hús. Í hans huga var húsbygging mikilvægt sköpunarverk sem hann lagði hug og hjarta í. Húsbygging og innréttingin var líka leikur í hans huga. Og hann vildi alltaf vera að leika sér. Við erum á sömu línu, við tveir, ég og Pablo Neruda. Við viljum byggja og við viljum leika okkur.

IMG_6132
Valparaiso er full af köttum og hundum.

Annars hefur dagurinn að mestu farið í praktíska hluti. Sendi dót heim með póstinum og það tók 90 mínútur. Keypti sim-kort í símann sem tók klukkutíma. Strákarnir sinntu heimaverkefnum, Sus að hafa samband við airBnB og sá um annað ferðadót á meðan ég samdi við agenta, þýðendur, stórmarkaði í Danmörku og talaði við samstarfsfólk í Danmörku. Sem sagt praktískur dagur. Á morgun höldum við suður til frumstæðari hluta Chile.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.