Chile, Cobquecura. Út á kanti

Við erum komin langt út á land hér í Chile. Hér er strjálbýlt, lítið símasamband og  bara heppni komist maður á netið. Bærinn, ef bæ má kalla, heitir Cobquecura og liggur út til hafsins.

Hér er ekki mikið um að vera. Við gistum í strandhýsi aðeins norðar en flúðum þaðan í morgun vegna þess hve það var skítugt og ómögulegt að búa til mat í eldhúsi strandhússins. Húsið var í sjálfu sér mjög flott og lá í hlíð beint yfir hafinu. Frábært útsýni yfir hafið

 

Í morgun ákváðum við að halda lengra suður á bóginn og sjá hvort við gætum ekki fundið aðeins snyrtilegri stað.  Og hér erum við í einhvers konar hótelíbúð upp í sveit. Og nú þegar ég skrifa þetta kemur einhver náungi inn og hann talar ensku. Og þetta reyndist eigandi staðarins. Ungur maður frá Kaliforníu sem hefur búið hér Chile í 15 ár og byggði upp þennan stað fyrir 10 árum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.