Chile, Pucon: Hinir ærlegu

Vanalega vakna ég snemma. Rétt rúmlega sex eða rétt tæplega hálfsjö. En nú á þessu ferðalagi skríður allt. Ég sef til klukkan rúmlega átta eða rétt tæplega hálfníu. Ég er lengi að koma mér á fætur, ligg í rúminu og les morgunblaðið, Politiken, svara tölvupóstum sem ég get svarað á iPadinum. Kíki á Instagram hvort ég sé nýjar myndir frá mínu fólki á Íslandi. Það er nú meiri gleðin sem ég hef af þessum myndum. Ég ligg og grandskoða myndir og reyni að skilja samhengi hlutanna. Ég kíki svo á úrslit fótboltaleikja. Það er nú meiri gleðin sem ég get haft af úrslitum fótboltaleikja.

Kvöldið með fjölskyldunni sem leigir okkur hér var ánægjulegt. Það hafði verið boðað til grillmáltíðar. Ernesto og Clara, leigusalarnir, höfðu keypt hálft lamb og boðið okkur og tveimur þjóðverjum sem líka leigja af þeim lítinn bústað hér við hliðina. Svo heppilega vildi til að sonur og dóttir leigusalana voru í heimsókn með fjölskyldum sínum. Öll koma þau frá Argentínu, Buenos Aires, en Ernesto og Clara fluttu fyrir mörgum árum til Chile.

Við komum klukkan 21:30 eins og okkur var uppálagt. Lambið lá yfir eldi og hafði gert það í síðustu þrjár klukkustundi. Ernesto útskýrði fyrir okkur að þau notuðu argentínskar grillaðferðir þar sem lambið er lagt á kross, járnkross  og liggur svo á krossinum skáhalt yfir eldinum. Krossfest lamb. Trúartilvísanirnar vor svo margar í skýringum skólameistara Ernesto að það lá við að ég færi að syngja sálma yfir lambinu.

Santiago sonur leigsalana er verkfræðingur, um þrítugt og er ein af þessum náttúrlegu manneskjum. Allt er eðlilegt. Fumlaust grillar hann lambið með pabba sínu. Heilsar án allrar tilgerðar og á eðlilegan og hlýlegan hátt. Sýnir gestum sínum eðlilegan áhuga. Það sama má segja um dótturina, Sesseliju. Þetta eru ærlegar manneskjur.

Kvöldið leið og Ernesto var í essinu sínu sagði frá ferðum sínum til Svíþjóðar og Danmerkur á gömlum Volkswagen rúgbrauð. Hann var sannarlega í essinu sínu og uppskar mikinn hlátur grillgesta.

Vanalega vakna ég snemma. Rétt rúmlega sex eða rétt tæplega hálfsjö. En nú á þessu ferðalagi skríður allt. Ég sef til klukkan rúmlega átta eða rétt tæplega hálfníu. Ég er lengi að koma mér á fætur, ligg í rúminu og les morgunblaðið, Politiken, svara tölvupóstum sem ég get svarað á iPadinum. Kíki á Instagram hvort ég sé nýjar myndir frá mínu fólki á Íslandi. Það er nú meiri gleðin sem ég hef af þessum myndum. Ég ligg og grandskoða myndir og reyni að skilja samhengi hlutanna. Ég kíki svo á úrslit fótboltaleikja. Það er nú meiri gleðin sem ég get haft af úrslitum fótboltaleikja.

Kvöldið með fjölskyldunni sem leigir okkur hér var ánægjulegt. Það hafði verið boðað til grillmáltíðar. Ernesto og Clara, leigusalarnir, höfðu keypt hálft lamb og boðið okkur og tveimur þjóðverjum sem líka leigja af þeim lítinn bústað hér við hliðina. Svo heppilega vildi til að sonur og dóttir leigusalana voru í heimsókn með fjölskyldum sínum. Öll koma þau frá Argentínu, Buenos Aires, en Ernesto og Clara fluttu fyrir mörgum árum til Chile.

Við komum klukkan 21:30 eins og okkur var uppálagt. Lambið lá yfir eldi og hafði gert það í síðustu þrjár klukkustundir. Ernesto útskýrði fyrir okkur að þau notuðu argentínskar grillaðferðir þar sem lambið er lagt á kross, járnkross  og liggur svo á krossinum skáhalt yfir eldinum. Krossfest lamb. Trúartilvísanirnar vor svo margar í skýringum skólameistara Ernesto að það lá við að ég færi að syngja sálma yfir lambinu.

Santiago sonur leigsalana er verkfræðingur, um þrítugt og er ein af þessum náttúrlegu manneskjum. Allt er eðlilegt. Fumlaust grillar hann lambið með pabba sínu. Heilsar án allrar tilgerðar og á eðlilegan og hlýlegan hátt. Sýnir gestum sínum eðlilegan áhuga. Það sama má segja um dótturina, Sesseliju. Þetta eru ærlegar manneskjur.

Kvöldið leið og Ernesto var í essinu sínu sagði frá ferðum sínum til Svíþjóðar og Danmerkur á gömlum Volkswagen rúgbrauð. Hann var sannarlega í essinu sínu og uppskar mikinn hlátur grillgesta.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.