Chile, Pucon. Maður í regnfrakka

Maður í regnfrakka kann að þykja rigningarlegur
en hann er ekki regn.

Með þessi orð efst í huga vaknaði ég í morgun. Ég var ekki útsofinn en ég þurfti að vakna snemma því ég er á suðurleið. Enn.

Chile er meira en 3000 km langt land. Lengra en Evrópa gjörvöll frá norðri til suður, eða næstum því held ég. Í dag keyrum við 500 km í suðsuð-vestur. Endum, e.G.l., á eyjunni Chiloe. Ég veit ekki hvort ég verð í internetsambandi svo sunnarlega á hnettinum. Geislar internetsins ná kannski ekki svo langt í suður.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.