Chile, Chiloé. Höfuðpersónur

Enn á ný vakna ég um morgun (nú harla snemma 7:05) með eftirtektarverða hugsun í kollinum, eða að minnsta kosti hugsun sem fær mig til að spekúlera. Ég opna augun og um leið og ég átta mig á að ég er vaknaður skýst upp í huga mér eftirfarandi hugmynd: Í minni næstu bók (eins og ég hafi yfirleitt skrifað bók) skal höfuðpersónan heita Spa Ghetty. Og auðvitað hvarflaði hugurinn ósjálfrátt (eins og honum sé einhvern tíma sjálfrátt) til bókar Jóns Karls Helgasonar, Kýrhausinn, um ævintrýramanninn, landkönnuðinn, menntafrömuðinn og hraðlestrarsérfæðinginn Les Tour. 

Og um leið og þessar tvær samtengdu hugsanir gufa upp tekur við hugsunin um hvað Jón Karl sé óvenju vandaður maður. Við þá hugsun get ég dvalið lengi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.