Chile, Chiloé: Að bjarga dýrum

Enn á ný vakna ég alltof snemma. Allir sváfu en ég vakti. Ég rifjaði upp gærkvöldið. Við borðuðum hjá leigusala okkar, perúsku konunni Söndru og á borðum var fiskur stútfullur af beinum. Hún hafði líka aðra fjölskyldu í mat. Sú fjölskylda kom frá Ítalíu, Sardiníu. Maður, kona, barn. Hann var dýralæknir, alltof feitur, og ég velti því fyrir mér, á meðan aðrir sváfu, að hann hafði ekki sagt starfsheiti sitt með stolti í röddinni þegar ég spurði hann um stétt og stöðu.
Að vera dýralæknir, hugsaði ég, er göfugt starf. Að bjarga dýrum. Afhverju er hann ekki stoltur af því? Ef til vill vegna þess að starf dýralæknis felst, nú til dags, frekar í að aflífa dýr og koma í veg fyrir að þau fjölgi sér. Maður er kannski ekki stoltur af slíku starfi.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.