Chile, Chiloé. Þrjár systur og Askjeldsen

Hó. Þrjár systur komu með póstinum í dag. Alla leið frá Reykjavík. Ég hafði kíkt á Amazon og ég hefði getað keypt e-Þrjár systur hjá Amazon mönnum en ég treysti ekki internetinu hér til að fara í gegnum greiðsluferli og senda mér e-bók til Chile. Í dag sat ég úti í bíl á bílastæði í litum bæ hér í Chile, Castro, og hafði skyndilega ágætis móttökuskilyrði í símanum mínum og þá poppaði upp mail frá bróður mínum með leikrit Tsjekhovs í viðhengi. “Frétti að þú þyrftir að lesa Þrjár systur.”

Annars les ég þessa dagana smásögur norska smásagnahöfundarins Kjell Askildsen. Hann er fæddur 1929 og er því orðinn nokkuð aldraður. Askildsen valdi þær 18 smásögur sem honum þykir þær bestu af þeim sem hann hefur skrifað á sínum langa ferli og nú eru þær komnar út í einni bók. Ég hafði lesið þær tvær bækur sem hafa komið út á íslensku, Hundarnir í Þessalóniku og …. (ég man ekki hvað hin heitir). Það er ánægja að lesa sögur Askeldsen, sjaldan að maður fær tennurnar í svona fínt stöff.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.