Chile, Colbún. Að hafna samtíma sínum

Nú má segja að við séum á leiðinni heim. Í gær snerum við bílnum í norðurátt og ókum af stað. Við erum hætt að keyra eða fljúga í suðurátt og nú stefnum við á Norður-Chile og svo áfram til Kúbu, USA, Kanada, Ísland og til DK.

Eyjan, Chiloé, sem við höfum búið á síðustu daga liggur langt í suðri í hinu langa og mjóa Chile. Það var gott að búa í landi hinnar perúensku Söndru og ameríska manns hennar, Brit. Brit hittum við bara síðasta daginn. Þau eru í berjabissness. Við höfum áður dvalið hjá fólki sem hefur lifað af að rækta, tína, vinna og selja ber. Sandra og Brit vinna og selja maqui-ber sem er það heitasta innan heilsukosts í dag.

Síðasta kvöldið var grillveisla með þeim hjónum og vinum þeirra. Skemmtileg veisla. Það hefur verið gaman að kynnast lífi Söndru þarna á eyjunni. Hún er ein af þeim mannseskjum sem er full af lífi og gleði en samt veltir maður því fyrir sér hvort hún gráti þegar hún stendur og snýr baki í mann. Hún er brothætt mannneskja. Húsið þeirra Söndru og Brit liggur ekki í alfaraleið og það tekur 10 mín að keyra inn í næsta bæ. Þau hafa skapað litla prívatveröld með börnunum sínum þremur, og eru dálítið á skjön við nútímann. Náttúrufólk sem rætur hjartað ráða för. Markmið þeirra með berjaræktuninni er að verja náttúrulega skóga Chile, nýta þá og skapa störf í landinu.

16_19873_picture_4982_2
Barrokkveröldin í Holte

Þótt þau hafi ekki yfirgefið nútímann, þá var eitthvað við tilveru þeirra Söndru og Brit sem minnti mig á sögu dansks auglýsingamanns sem áramótin 2000 lokaði í síðasta skipti dyrunum á auglýsingastofu sinni, þeirri stærstu í Danmörku, og hóf að byggja sína eigin veröld í Holte í Danmörku. Þar keypti hann hús og hófst strax handa að endurhanna, þannig að það líktist franskri barrokhöll og garðinum (sem var risastór) hóf hann að umbreyta í barrokgarð. Peter þessi auglýsingamaður hafði verið mesti auglýsingamógúll Danmerkur, unnið í Sviss, Englandi, Bandaríkjunum. Hafði lifað hátt, stöðug veisluhöld og ný kona í hverri viku. En það var sem sagt þegar ný öld gekk í garð árið 2000 að hann sneri blaðinu við. Nútíminn var yfirborðslegur og ljótur. Hann vildi skapa veröld fulla af fegurð og garðurinn og húsið í Holte varð fyrir valinu. Þarna heldur hann kyrru fyrir og fer helst ekki út fyrir landareignina, sem smám saman hefur stækkað. Hann hefur keypt hús nágranna sinna og útvíkkað sinn heim. Fyrst vegna þess að annar nágranninn hataði páfagaukinn hans og endaði með að drepa páfagaukinn með skóflu. Auglýsingamaðurinn óskaði honum því alls hinns versta og daginn eftir dó nágranninn úr hjartaáfalli. Peter auglýsingamaður var ekki lengi að hreppa eiginina til að umbreyta í barrokkveröld. Eins og sjá má á myndinni þarf maður að hafa milljónir á milli handana til skapa slíkan heim.
//

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.