Chile, Colbún. Tenging við heiminn

Sveitin í Chile er falleg. Ég held að mér finnist öll lönd falleg. Hér erum við stödd við stórt stöðuvatn hjá Chileönsku fólki sem hefur útbúið gistiaðstöðu og veitingahús langt upp í sveit. Hér er gott að vera. Við höfum ekki hreyft okkur svo mikið, aðallega setið og reynt að sinna skóla og vinnu.

Nú finnur maður hvað internetið er orðinn stór hluti af daglegu lífi. Hér virkar netið ekki sérlega vel. Það er hægt og þreytt, eins og það var á Íslandi fyrir 20 árum. Og til að gera hlutina enn erfiðari þá er ekki alltaf létt að tengjast netinu eða tengjast heimasíðum sem eru í þyngri kantinum eins og bankasíðurnar. Drjúgur tími fer því í bið, tómagang.

Ég finn að ég sakna að heyra frá fólki og verð mjög glaður ef ég fæ tölvupóst frá vinum og fjölskyldu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.