St. Barts. Hús Romans

Í gær ákváðum við að keyra niður á eina af 14 baðströndum eyjarinnar. Eyjan er ekki mjög stór og mögulegt að keyra endanna á milli á 20 mínútum. Úr flugvél getur maður séð að mörg húsanna hér á eyjunni eru ansi ríkmannleg. Eitt húsið vakti sérstaka athygli mína úr flugvélinni því það var bæði óvenjuflott að sjá, stórt og glæsilegt og í bakgarðinum var þessi nýtískulega og stóra sundlaug.

Í gær, á ferðum okkar niður til strandarinnar, kom ég aftur auga á þetta hús (sem reyndist 1 af 3 samtengdum glæsihúsum í eigu eins og sama mannsins.) Ég velti því fyrir mér hver gæti byggt svona ótrúlegt hús. Í gærkvöldi komst ég svo að hinu sanna. Sus las sögu eyjarinnar á netinu og í einum kaflanum var sagt frá því að sjálfur eigandi Chelsea fótboltafélagsins, ríkmaðurinn Roman Abramovich, eigi hús á eyjunni. Auðvitað var það sama húsið og ég hafði séð bæði úr lofti og frá veginum niður til strandarinnar. Það fylgir sögunni að hann hafði gert betrumbætur á húsinu fyrir 9 milljarða íslenskra króna. Já.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.