St. Barts. Syngjandi hjarta

Eftir um það bil viku er ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Héðan frá eyjunni St. Bartelomy fljúgum til Las Vegas og verðum þar eina nótt og keyrum svo áfram til Kaliforníu og svo norður vesturströnd Bandaríkjanna alla leið til Kanada. Satt að segja hlakka ég mjög til að koma til Kaliforníu ég hef þá hugmynd, og kannski er það enn ein af mínum mörgu ranghugmyndum, að allt iði af lífi í Kaliforníu. Allir eru á fullu að búa til eitthvað nýtt. Í Kaliforníu hefði ég að líka átt að hitta Steve Jobs, ég skulda honum handaband fyrir allar mínar góðu Apple tölvur.

stbarts_position
Hér er eyjan St. Barts. Austur af Kúbu og Haíti.

Steve Jobs sagði eitt sinn að ef maður ætlaði að gera eitthvað sem skipti máli, eitthvað sem gæti breytt eigin lífi og kannski annarra til hins betra, yrði maður að fást við það sem fengi hjarta manns til að syngja. Ég veit ekki hvað skal segja, en ég þekki þá tilfinningu vel þegar hjarta manns syngur.  Steve Jobs er dáinn, ég er á ferðalagi, lífið heldur áfram.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.