St. Barts. Verkefni fyrir arkitektinn

Í nótt svaf ég eins og steinn. Vaknaði bara ekki fyrr en í morgun klukkan hálfsjö. Allir aðrir sváfu. Mér varð hugsað til þess að í sumar þegar við förum til Ítalíu í ólífulundinn verður onlel Palli ekki í húsinu okkar á Søbækvej. í fyrsta skipti í mörg ár. Mér varð líka hugsa til þess að ég þyrfti að plata Ole arkitekt með til LaChiusa til að leggja á ráðin með að stækka svalirnar og byggja útieldhús á svölunum. Þá verður LaChiusa frábært hús. Enn frábærara.

Ég hugsaði líka um að loka neðstu hæðinni í LaChiusa og stækka „hemsinn“, eins og hálfa hæðin er kölluð, þannig að hemsgólfið loki alveg neðstu hæðinni. Þetta er líka verkefni fyrir Ole arkitekt. Já.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar