St. Barts. Listi yfir 12 hluti

Bill Bryson, ferðabókahöfundurinn góðkunni, hefur kennt mér að það sé í lagi að hafa algert óþol, jafnvel hatur á 12 hlutum án þess að leggja fram röksemdir fyrir hatrinu/óþolinu. Efst í mínum lista eru miðaldra menn með doughnut skegg; númer 1 yfir hluti sem ég órökstutt hef óþol fyrir eru miðaldra karlmenn með doughnutskegg (og ekki verða þeir betri ef þeir eru hálffeitir). Efst á lista Bills eru miðaldra karlmenn í laxableikum buxum.

Fyrir hádegi í dag leigðum við bát sem býður upp á siglingu til staða sem gott er að „snorlkla“ við. Ég er ekki hinn mikli kafari eða sundmaður eða vatnsmaður yfirhöfuð-ið. Ég er varla syndur. En tók þátt í leiðangrinum í fyrsta lagi vegna þess að ég var búinn að lofa Jóni Karli að finna kóralrif og snorkla yfir þeim og í öðru lagi voru Daf og Núm mjög áhugasamir um að komast í slíkan leiðangur. Siglingin var vel heppnuð og góð reynsla að hafa prufað að snokrla. Ég átti í smáerfiðleikum með að finna öndurtaktinn en það bjargaðist.

Á siglingunni upplýsti leiðsögumaðurinn okkur um að hann væri vanur að sigla með mjög ríkt fólk. St. Barts er paradísareyja ríka mannsins. Við getum ekki borðað á veitingahúsi hér. Verðin eru svimandi. Leiðsögumaðurinn sigldi í síðustu viku með prinsessu frá Saudi-Arabíu. Hún var svo rík og vitlaus að hún hafði borðað kvöldmat á veitingastað í bænum fyrir 45.000 euros (4 í mat). Fyrir jól taldi skipstjórinn snekkjurnar sem lágu fyrir akkerum við höfnina hér í St. Barts. Og talan var 203 glæsisnekkjur. Meðal annars var snekkja vinar míns Romans sem var hér milli jóla og nýárs (þótt Chelsea hafi spilað 3 leiki á sama tíma). En snekkjan hans var víst 3xlengri og 2xbreiðari en aðrar glæsisnekkjur.

Við sigldum í morgun framhjá allsérstöku húsi sem lá afskekkt upp í hlíð með frábært útsýni yfir hafið. Okkur var sagt að Rockefeller hefði byggt húsið, en nú fyrir nokkrum mánuðum hefðu nýir eigendur eignast höllina og borgað 100 milljónir dollara fyrir. Enginn hafði verið í húsinu eftir að það var keypt. Meiri vitleysan.

 

dagbók

Ein athugasemd við “St. Barts. Listi yfir 12 hluti

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.