St. Barts. Tennisstund

Svefninn í nótt var harla órólegur, ég átti stefnumót við Frank Lampart, fótboltamanninn frá Chelsea, en einhvern veginn fórum við alltaf á mis við hvor annan. Undir þessum eilífa misskilningi milli mín og Lamparts eyddi ég nóttinni.

Við Sus áttum pantaðan tennisleikvang, sem ekki er langt frá húsinu sem við leigjum, klukkan 09:00. Sólin var þegar komin hátt á loft svo árla morguns svo hitinn var í hærri kantinum fyrir tennisleik. Völlurinn var frábær, enda höfum við aldrei í okkar stutta tennislífi borgað jafnhátt gjald fyrir afnot af tennisvelli. 35 euros fyrir klukkutímann. Ég ætla ekkert að monta mig af úrslitum tennisleiksins. Læt lesendur velta fyrir sér hver hafi unnið glæsilegan sigur.

Mér reiknast til að nú séu 5 ár síðan sló í fyrsta sinn í tennisbolta. Sem betur fer eru framfarirnar greinilegar, en ég upplýsi hér og nú að uppgjöfin (serve) er minn veiki, punktur. Djokovits nær 170 km/t í sínum uppgjöfum en ég held að ég nái 30 km/t. Já.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.