USA, Grand Canyon.

Í gær Las Vegas í dag Grand Canyon. Andstæðurnar geta ekki verið meiri. Við erum sem sagt komin til USA og við lendum inni í mitt kapphlaupið um forsetatilnefningu. Í þessu landi slökkva menn ekki á sjónvarpinu, það keyrir í 25 tíma hvern sólarhring og er í hverju horni, hverjum búðarglugga, hverjum einasta veitingastað…. maður  kemst hreinlega ekki hjá því að sjá þessi forsetaefni útata hvert annað með sóðatali. Ég held að hvergi í heimi noti forsetaefni jafn dónaleg framkomu til að upphefja sjálft sig og niðurlægja þá sem þeir keppa við. Það er illa komið fyrir þessum ágætu forsetaefnum.

En við lentum í Las Vegas í fyrradag eftir langan flugtúr frá St. Barts.  Það var komið kvöld þegar við keyrðum á bílaleigubílnum inn á Las Vegas Boulevard. Myrkur grúfði yfir bænum en 1000 watta perurnar í öllum milljón ljósskiltunum lýstu upp kvöldið. Þetta er augljóslega aðalpartýbær Bandaríkjanna. Hingað flykkjast fólk á öllum aldri til að skemmta sér, og hér er allt af öllu. Tónleikar, casino, show af öllu tagi. Hér hafa verið byggð mörgþúsund herbergja hótel sem hýsa casino, veitingastaði, leikhús og allar heimsins tískuvöruverslanir. Hótelin eru eins og litlar borgir sem enginn þarf ekki að yfirgefa á meðan dvöl í Las Vegas stendur. Hvert hótel hefur sitt tema, eitt er byggt undir eftirlíkingu af Eiffelturninum og þar inni ríkir frönsk stemmning, maður getur líka valið Cesar Palace þar sem allt er byggt upp í kringum ítalskt tema…..

feneyjar

Við gegnum inn í Feneyjarmollið, svokallaða. Þar inni sigldu gondólar eftir tilbúnu sýki (sem mun víst hafa kostað 5 milljarða að reisa) og þeir sem stýrðu gondólunum sungu ítalskar aríur. Á sýkjabökkunum voru glæsilegar verslanir hýstar í eftirlíkingum af byggingum sem finnast í Feneyjum. Þarna var Markusartorg og þekktar og óþekkar byggingar frá Feneyjum. Þetta er bæði imponerandi og grátlegt. En hér er  ekki um ódýrar eftirlíkingar að ræða, hér eru lagðir milljarðar í að gera allt sem líkast Feneyjum. Kaffihúsin inni í mollinu eiga sér fyrirmyndir í veruleikanum. Númi kom með þá tillögu að Ísland reisti eftirlíkingu af Las Vegas á Sprengisandi og tæki postmodernískan snúning með því að byggja eftirlíkingu af eftirlíkingunni af Feneyjum inni í eftirlíkingunni af Las Vegas.

Las Vegas fékk toppeinkunn hjá Núma og Daf. Bærinn iðaði af lífi og fjöri. Annar hver maður hélt á bjórflösku (eins og það er nú ósjarmerandi) á göngu sinni eftir götum bæjarins. Við gengum inn á eitt casinoið en þar inni var líka Burgr, hamborgarastað George Ramasey. Allt var í fullum gangi og fólk æpti og gólaði þegar það vann peninga, líka þegar það tapaði. Alls staðar blikkuðu ljós og hljomsveit spilaði með hátalarna stillata á 10000 dB. Hávaðinn inni var ærandi. Við settum okkur þó á borgarstaðinn og pöntuðum hamborgara. Ég fékk líka bjór, frábæran bjór. En hamborgarinn var frekar dapur.

Við gistum bara eina nótt í Las Vegas og héldum af stað í gærmorgun í langa ferð til Grand Canyon, í gegnum Nevada eyðimörkina. Við komum seinnipart dags og það var farið að snjóa þegar við fengum lyklana að herberginu sem við búum í. Aldeilis umskipti eftir hitan og sólina á St. Barts.

Í dag gegnum við svo 11 km meðfram gljúfrinu sem var stórfenglegra en ég hafði ímyndað mér. Sólin skein á bláum himni og niður í gljúfrið sem er 1500 metra djúpt. Birtan var falleg og öll jarðlögin, í sínum mörgu litum glóðu í sólinni. Þetta var fallegt.

dagbók

Ein athugasemd við “USA, Grand Canyon.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.