USA, Kanab. Myrkrið í Kanab

Það er vor, þú sem ert á himnum. Svona byrjaði faðir vorið hjá litlum strák sem ég þekkti. Hér í USA er nefnilega vor, grasið er rétt byrjað að taka við sér og dagarnir eru teknir að lengjast.

Ég er kominn til Kanab, eftir 5 tíma keyrslu, sem er áfangi á leið okkar til Los Angels og Kaliforníu þar sem ég á stefnumót við Steve Jobs. En þangað er langt og við verðum þar  í fyrst lagi eftir viku. Ég ákvað í dag, eftir áskorun frá ungum manni á Íslandi, að ég skyldi líka koma við í Hollywood. Ég ætla að næla mér í eitt stykki heimsfrægð, taka hana ófrjálsri hendi. En nú er kvöld í litla, ameríska bænum Kenab. Hér í úthverfinu eru engir ljósastaurar og maður tekur eftir myrkrinu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.