USA, Palm Springs. Ekkert svar

Eitt af því sem mér hafði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að reyna í lífi mínu, geriðst í dag. Í gærkvöldi hrópaði Sus upp yfir sig þegar hún uppgötvaði að hér í bænum fer fram eitt stærsta tennismót ársins. Tennisstjörnurnar Djokovitc , Nadal, Wawrinka, Monfils, Serena Williams, Kvitova… og keppa þessa dagana í næsta bæ. Við ákváðum að kaupa miða og dagurinn í dag hefur sem sagt farið í að horfa á tennis. Algjörlega frábærlega skemmtilegt. Besti leikur dgsins var viðureign Nadals og ungs þjóðverjar Alexander Zverev. Æsispennandi þar sem boltinn gekk á milli þeirra á hvínandi hraða.

Annars er ég búinn að pirra mig í dag á fyrirbærinu tölvupóstur, e-mail. Tölvupósturinn hefur nefnilega gerbreytt öllu vinnuumhverfi mínu, að sum leyti til hins betra og að sumu leyti til hins verra. Hér á ferðum okkar er ég ekki alltaf í e-mailsambandi, eða öllu heldur ég hef ekki alltaf tök á að svara tölvupóstum. Oft er það svo að ég kem inn í verslun, eða kaffihús og þar poppar skyndilega allur minn tölvupóstur inn. Og svo byrja ég að lesa skeytin  og  óróleikinn byrjar að safnast upp í mér þar sem ég hef ekki möguleika á að svara tölvupóstflóðinu fyrr en ég kem á bækistöð mína með interneti. Stundum fæ ég meil sem mér finnst enga bið þola, en ég hef bara ekki tök á að setjast niður og svara. Þetta er óþægilegt.

En ástæða þess að ég pirra mig á tölvupóstum í dag er að ég sendi tölvupóst fyrir 6 dögum til manns sem ég vil að bregðist við erindi mínu. Ég sendi langt meil með tillögum og röksemdarfærslum um það sem mér fyndist hann ætti að gera. En tölvupóstur er þess eðlis að viðtakandi getur látið sem ekkert sé, eins og hann hafi aldrei fengið póstinn. Þetta er það sem kallað er passiv aggression. „Vertu ekkert að abbast upp á mig, ég nenni ekki einu sinni að svara þér,“ er ekki sagt. En það er það sem viðtakandinn meinar í raun og veru án þess að vilja eða þora að segja það.

Ég var svo ósvífinn að senda annað mail til sama manns áðan og spurði hvort internetið lægi niðri á Íslandi. Ég krefst svara.

IMG_6799
Horft út um eldhúsgluggann

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.