USA, Palm Springs. 142 sinnum

Þetta hefur verið langur dagur. Ég gæti vel endurtekið þessa stetningu svona um það bil 140 sinnum og sett svo punkt á eftir og þar með hefði ég sagt það sem hausinn á mér rúmar akkúrat núna.

Ég gæti líka sagt:  Hugsum með hjartanu. 142 sinnum. Til að vera nákvæmur.

Við höfum gengið um götur Palm Springs í dag, skoðað mannlífið eins og það heitir. Sest á kaffihús, kíkt í bókabúðir, fatabúðir, designbúðir… borðað hádegismat á ótrúlega flott hönnuðum veitingastað. (Ef ég bý einhvern tíma til veitingastað, hótel, bar…. þá verður hann jafnflottur og þessi sem við borðuðum á í dag.)

Eftir hádegismat keyrðum við út fyrir bæinn og inn í þjóðgarð sem heitir Joshua Tree og vorum þar fram á kvöld. Kvöldmatur klukkan 21:00 og nú undirbúum við brottför frá Palm Springs. Keyrum til Las Vegas snemma í fyrramálið. Já.

Já er svarið.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.