USA, Los Angeles. Borg væntinganna

Við erum komin til Los Angeles eftir kvöldkeyrslu frá Palm Sptings. Los Angeles var hjúpuð myrkri þegar við keyrðum inn í bæinn á 6  akreina hraðbraut. Það er eins gott að maður sé vel vakandi og einbeittur. Hér eru milljónir af bílum sem vilja komast sína leið. USA er sannarlega land bílanna. Ég hlakka til að vakna og sjá Los Angeles í björtu. Þetta er borgin sem ég hef svo miklar væntingar til. Hér á ég von á að fá vitrun, innblástur, hugmyndir og nýja sýn. Það verður spennandi að sjá hvort borgin geti uppfyllt þetta. Ég vænti þess að ég komi fullur af eldmóti eftir heimsókn mína til Mekka frumkvöðulsins.

Við búum hjá úkraínskri konu, í einskonar útihúsi. Þetta er hálffyndin íbúð. Við getum ekki eldað neitt að viti þar sem eldhúsið er svona hálfeldhúr. Hér ekki hellur til að elda á. En allt er hreint og fínt.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.