USA, Los Angeles. Augun

Ég hef enn ekki hitt Steve Jobs. Alls staðar sem ég kem lít ég kringum mig í leit að honum. Ég finn hann ekki. Ekki gerir það leitina léttari að hér ganga allir með sólgleraugu. Hér eru allir með sólgleraugu. Eins og allir vita er andlitið það fyrsta sem maður horfir á, þegar maður hittir manneskju, og svo augun. Í augunum finnur maður, ósjálfrátt og án þess að hugsa, næstum allt sem maður vill vita.  Í augunum les maður manninn. Þar er hikið, reiðin, gleðin, efinn… sem sagt manneskjan sem maður hittir.  Sumir eru góðir að lesa fólk. Sumir eru góðir að lesa bækur.  Í gegnum augun og finnur maður hvort maður eigi í strjúka eða slá. Ýta eða faðma. Staldra við eða leggja á flótta.

Ég þekki fólk sem aldrei horfir rólegt í augun á mér. Suma hef ég þekkt lengi. Ég þekki líka fólk sem er gott til að lesa bækur en ekki fólk. Og öfugt.

IMG_6842

Nú höfum við verið tvo daga í Los Angeles og borgin er smám saman að opna sig fyrir okkur. Dagurinn í gær fór aðallega að átta sig á borginni stóru dráttum. Hvar er Beverly Hills, hvar er Hollywood, hvar er ströndin og hvar er fræga fólkið. Í dag vorum við algerlega kúl og keyrðum beinustu leið til Santa Monica og þar var góð ákvörðun. Þar var mikið fjör, mikill fjöldi fólks úti á götu að spássera og niður á ströndinni var mannmergð. Þar var stunduð hina ótrúlegasta leikfimi. Þar var samankomin tugir toppþjálfaðs fólks sem lék allskyns listir á slá og köðlum eða bara í sandinum. Hreint ótrúlegt. Samtímis gengur hjá feitasta fólk veraldar, 200 kg flykki í alltof þrögnum fötum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.