USA, Ojai. Enn fundur

Í Ojai er ró yfir. Í morgun fékk ég mér smágöngutúr í gegnum appelsínulundinn. Tíndi nokkrar appelsínur af trjánnum og borðaði á göngunni. Síðan hef ég meira og minna setið yfir handritum og lesið, tókst þó að sjá nokkrar mínútur af leik Danmerkur og Íslands í fótbolta í gegnum eitthvert sjóræningjaforrit sem svindlar á staðsetningu minni. Lætur tölvuna hegða sér eins og ég sé á Íslandi og þannig get ég séð leikinn á RÚV sem er bara ætlaður íslenskum áhorfendum.

Í kvöld hittum við svo bókmenntaagent og mann hennar sem búa hér í þessum litla bæ og við borðuðum kvöldmat með þeim á góðum ítölskum veitingastað. Hún er hollensk en hefur rekið umboðsskrifstofu sína héðan sl. 5 ár. Hún heitir Merleen og maður hennar er surfarinn Derek. Bæði mjög geðþekkar manneskjur. Við höfum þekkt Merleen lengi en þetta er í fyrsta sinn sem við hittum Derek.

IMG_6920
Marleen og Derek

Á morgun yfirgefum við þennan litla, geðþekka bæ og keyrum norður á bóginn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.