USA, Monteray: USB-lykill

Ég varð vitni að samtal tveggja kvenna í morgun þar sem ég sat við fátæklegt morgunverðarborð á Inn-gistingunni í Cambria. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir stórum skömmtum af sætum morgunmat; vöfflur með sírópi, France toast, pönnukökur með smöri og sírópi, muffins… Á okkar slappa Inn-gistihúsi var ekkert listugt fyrir mig auman Evrópubúa. Kaffið var hjálfvolgt í risakaffikönnu, annars var fátt annað en sætmeti á boðstólum. Það er ekki mín sterka hlið. Ég sat því hálfvonlaus yfir köldu kaffi og tómum disk þegar ég tók eftir tveimur konum sem nálguðust mig í innilegum samræðum. Þær stöldruðu við áður en þær gengu upp tröppur rétt við hliðina á mér. Ég átti ekki annarra kosta völ en að hlusta á samræður þeirra. Báðar voru konurnar um þrítugt og virtust þekkjast vel því þær klöppuðu hver annarri í sífellu, annað hvort á vangann eða á upphandlegginn á meðan samtalinu stóð.
“ … við neyðumst til að snúa við og fara aftur í sumarhúsið.“
„Ha. Aftur til baka? Afhverju?“ hún setur aðra höndina fyrir munninn til að kæfa hálfóp sem sleppur út fyrir varir hennar.
„Maðurinn minn gleymdi USB-minnislykli. Veistu….  Hann hefur skrifað hálfa skáldsögu og geymir hana á USB-lyklinum! Hann er algerlega miður sín. Við keyrum tilbaka á eftir.“
„Er hann að skrifa skáldsögu?!“ Hér skíkir konan aftur og aftur í hálfum hljóðum en  klappar saman lófunum, hratt og laust. „Ætlar hann að loksins að hætta að kenna?“
„Nei, það held ég ekki. Enskukennsla er …. (ég heyrði ekki hvað konan sagði). Ég skil ekki hvernig hann gat gleymt þessum USB-lykli. Hann hefur varla sleppt augunum af honum alla ferðina.“ Nú er pirringur í röddinni. „Við vorum búin að þrífa og skrifa í gestabókina, ganga um bústaðinn til að fullvissa okkur um að við höfðum ekki gleymt neinu… Svo þessi USB-lykill. Við verðum að keyra til baka…“
„Ég skil ykkur svo vel,“ sagði konan  og setti upp sorgarsvip og strauk niður upphandlegg hinnar konunnar. Hún gékk hikandi af stað upp töppurnar.
Samtalið hefur setið í mér í dag af því að ég hef haft áhyggjur af að maðurinn finni ekki USB lykilinn  með sinni hálfu skáldsögu.

Í dag höfum við keyrt enn lengra norður vesturströnd Kaliforníu og erum nú komin til fæðingarbæjar Steinbecks, bæjarins sem hann skrifa um í Cannary Row. Bærinn heitir, Monteray og er gamall sardínuveiðibær. Hér sjást engar sardínur lengur, hér eru bara veiddir ferðamenn.

IMG_6965
Ég mynda japanska konu taka mynd af japönskum karli taka mynd af stúlku, japanskri.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.