Síðasti dagur í Monteray, keyrum á morgun til Yosemite. Við verðum ekki einn aukadag hér. Í Yosemitie á ég ekki von á að geta tengst internetinu þar sem við erum langt út í óbyggð.
Ég hafði stórar áætlanir í dag en hef mátt sitja yfir royalties-útreikningum í allan dag inni í þessari litlu kytrum sem við leigjum. Hér er loftlaust, hér er ekkert borð til að vinna við og ekki einu sinni hægt að hella upp á kaffi.