USA, San Francisco. Ránið

Í dag vorum við rænd. Meiri vitleysan. Við höfðum lagt fína bílaleigubílnum okkar á bílastæði þar sem röð annarra bíla stóð hlið við hlið. Stæðið liggur meðfram strandgötunni hér í bænum. Við höfðum ákveðið að ganga meðfram sjónum, þar sem maður getur bæði fylgst með allsvakalegum köppum á surfbrettum sem dregin eru áfram á ógnarhraða í gegnum háar öldur af einskonar fallhlífum og svo koma stór fraktskip drekkhlaðin gámum siglandi inn fjörðinn á leið sinni undir hina stórfínu Golden Gate brú. Þetta var útsýnið á meðan við gegnum um það bil 2 klukkutíma.

Þegar við komum til baka og nálguðumst bílinn undraði ég mig á því að bílglugginn við aftursætin var opinn en þegar ég kom enn nær sá ég að hann hafði verið brotinn, glerbrotinn lágu á  götunni við hlið bílsins og inni í bílnum voru glerbrot út um allt. Þjófarnir höfðu stolið tösku með fötum skóm, gleraugum … grrr. Ég er ekki viss um að þeir verða sérlega ánægðir með fenginn þegar þeir opna töskuna. En löggan sagði okkur að ræningjar sætu um þessi bílastæði, og vinsælustu bílarnir eru bílaleigubílar.

IMG_7051

Dagurinn hefur farið meira og minna í að ræða við lögguna, bílaleiguna og sækja nýjan bílaleigubíl. En í kvöld ákváðum við að fara á leik San Francisco og Chicago í hafnarbolta. Þetta er ein af þjóðaríþróttum landsmanna og við vildum auðvitað vera með fingurinn á púlsinum. Þetta er ein fríkaðast sportreynsla sem ég hef orðið fyrir. 60.000 manns voru samankomnir til að fylgjast með leiknum. Við sátum ágætlega meðal allra ameríkanana sem höfðu hendur og skaut fullt af allskyns matvælum, s.s. nachos, pylsum, kringlum, bjór og poppkorni. Það var með ólíkindum hvað hver áhofandi þurfti að nærast ríkulega á meðan þessum hrútleiðinlega leik stóð. Það kom mér líka á óvart að það var eins og enginn væri í raun að horfa á leikinn, allir töluðu hver í kapp við annan. Og ef augnabliks hlé varð á samræðum var síminn tekinn upp og kíkt á facebook, Instagram og teknar selfies.

Ég viðurkenni að ég skildi leikinn alls ekki, ég vissi ekki einu sinni hvort liðið var að vinna og þrátt fyrir að ég reyndi svo sannarlega að einbeita mér að leiknum.  Við fótum, eftir að horft á leikinn í tæpa 2 tíma (leikurinn var rúmlega hálfnaður),  án þess að vita hvort liðið hefði forystu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.