USA, Cloverdale. Guðfaðirinn

Nú er San Francisco að baki og í nótt gistum við á sveitabæ í Cloverdale. Ég veit ekki hvort rétt er að kalla gistiaðstöðuna sveitabæ en húsið stendur eitt uppi á bakka, fjarri borg og bæ. Hér eru ekki önnur dýr en hundur og köttur.  Frúin, gesetgjafinn, er hjúkrunarfræðingur og herramaðurinn ræktar vín hér í brekkunum.

Ég hitti hann úti á milli vínplatnanna, hann nostraði við vínviðinn. Hann er sennilega að nálgast sextugt og hefur verið slökkviliðsmaður stærsta hluta lífs síns en frá árinu 2004 hefur hann meira og minna helgað sig vínræktun og víngerð. Það var gaman að spjalla við hann um líf vínbóndans. Frá árinu 2007 hefur hann verð í fullri vinnu við víngerð.

IMG_7055
Séð yfir San Francisco frá Twin Peaks

Það tekur um það bil 2 tíma að keyra á milli San Francisco og Cloverdale en við afrekuðum það að stoppa á vínekru Francis Ford Coppola sem liggur ekki langt frá Cloverdale. Það var fallegur staður. Leikstjóri Guðföðursins hefur  notað peninga sína til að byggja fallegan stað. Flottan veitingastað í jaðri vínlandsins. Hann býr ekki sjálfur á jörðinni heldur í litlum bæ; Napa, í nágrenninu.

Datt inn á facebook í dag og sá að stemmningin er ekki sérstaklega góð, enda þessi stjórnmálasirkus sem nú hefur slegið upp tjöldum sínum og vögnum í Reykjavík ekki til að koma mönnum í hátíðarskap. Sá meðal annars innlegg frá vini mínum Eiríki Guðmundssyni, hann er orðljótur á facebook. Mér finnst það ekki fara honum vel. Hann er miklu betri þegar hann er háðskur og lúmskur. Þá er hann ansi beittur, sá snjalli maður. Sá líka að Hannes Hólmsteinn benti Eiríki á að segja af sér stöðu sinni hjá RÚV. Það var ekki klógt innleg af HHG.

Ég sannfærðist enn frekar um að betra sé fyrir mig að halda mig frá Facebook, ég verð bara leiður á að lesa innleggin. Of margir eru of reiðir og of orðljótir fyrir minn smekk. Þetta leyfir fólk sér í skjólinu bak við tölvuskerminn. Já.

IMG_7058

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.