USA, Seattle. Besta kerfi í heimi

Ég fylgist ekki sérlega vel með því sem gerist á Íslandi. Margt fer framhjá mér. En ég hef ekki komist hjá því að heyra að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, hefur ákveðið að hætta við að hætta og ástæðan er að hann telur ástandið á Íslandi sé of ótryggt og því erfitt fyrir hann, svo reynslumikinn, að yfirgefa embættið.

Um það má deila hvort Ólafur Ragnar sé bestur til að gegna embætti forseta Íslands, hvort sem er á óvissu- eða vissutímum. Og líka má hafa efasemdir um hvort það sé snjallt að boða brotthvarf sitt úr forsetaembætti, en hætta svo við á síðustu stundu. En mér finnst það dapurlegt að þessi lýðræðiselskandi þjóð berjist gegn því að maðurinn bjóði sig fram. Á sama hátt og það væri ógeðfellt að berjast gegn því að Elísabet Jökulsdóttir bjóði sig fram.

Sem betur fer er enn lýðræði á Íslandi, lýðræði, sem er besta kerfi í heimi til að uppgötva vilja þjóðar. Ef menn vilja annan forseta en Ólaf Ragnar þá velur maður þann af hinum frambjóðendunum sem maður telur bestan til að gegna embættinu. Sem sagt, maður nýtir kostningarétt sinn til að velja sinn mann.

Á morgun, eldsnemma, siglum við yfir til Kanada, til eyjunnar Vancouver Island, og yfirgefum Nirvanaborgina Seattle.

IMG_7173
Dálítið flott hvað Google fyrirtækið er duglegt við að setja sjálft sig í glaðlegt ljós.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.