Kanada, Tofino. Strandlengja

Tofinu, bærinn sem bið búum í er einskonar miðstöð surf-unglinga í Kanada. Hér er ekki sá ungur maður sem gengur um götur borgarinnar án þess að hafa surfbretti undir arminum. Strandirnar eru langar og breiðar og öldurnar þykja mjög hæfilegar fyrir surf. Þetta er lítll bær langt í burtu frá allri annarri byggð.

Ég hef ekki prufað að surfa og hef ekki hugsað mér það. Ég hef látið mér nægja að ganga langa göngutúra eftir þessum miklu sandstrandlengjum hér við bæinn og fylgst með unglingunum basla við að halda jafnvægi á öldutoppum.

Á morgun kveðjum við Tofino og Vancouver Island og siglum yfir til meginlandsins. Næstu daga keyrum við niður The Sunshine Coast og endum í Vancouver þar sem við verðum í viku.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.