Kanada, Sunshine Coast. Hundeltur

Mér var bent á video sem síðustu daga hefur grasserað á facebook. Það sýnir gamlan bankamann frá Kaupþingi reyna að bægja einhverju fólki frá húsi sem hann byggði upp í sveit fyrir nokkrum árum. Sá sem tekur vídeóið, hefur farið inn á lóðina þar sem húsið stendur og þrjóskast við að verða við beiðni bankamannsins. Kaupþingsmaðurinn, sem hefur í nokkur ár verið forsmáður af þjóðinni, segir í reiði sinni og vanmætti að maðurinn eigi að drulla sér burtu eða hann berji hann. Ekki fallega sagt.

Það mætti halda að enginn hafi fyrr sagt slík orð – þó er ég viss um að nær allir hafa í reiði sinni einhvern tíma misst álíka heimskulegt út úr sér – því hneykslan fólks er nánast botnlaus. Ég hef enga ánægju af því að sjá fólk niðurlægt, hvað svo sem því hefur orðið á í lífinu. Og ég vissi ekki að þjóðin hefði svona mikla gleði af að sparka í þennan brennimerkta refsifanga. Ekki vissi ég heldur að vel meinandi og ágætlega skynsömu fólki  þætti í lagi leggja fólk í einelti á þennan hátt. Sigurður Einarsson, gamli bankastjóri Kaupþings, er bæði hrakinn, brennimerktur og forsmáður.  Það er enginn þörf á að  skrattast í honum að eilífu. Þessi ofsóknarherferð bera vott um illt innræti. Hvorki nauðgarar eða grófir ofbeldismenn hafa fengið aðra eins meðferð á Íslandi, en það þykir í lagi að níðast á manninum af því að honum hefur orðið á mistök í umgengni með peninga. Það er fólki einhver frjó í að sjá mann hrapa frá toppi samfélagsins og niður í eymdina.

Ég er furðulega reiður yfir þessu, eiginlega í óskiljanlegu uppnámi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.