Kanada, Sunshine Coast. Frá suðri

Í dag hefur rignt. Við höfum haldið okkur meira og minna innanhúss. Strákar leyst skólaverkefni, ég hef unnið og Sus hefur notað daginn til að skrifa e-mail og rannsaka næstu áfangastaði.  Seinnipartinn keyrðum við til þorps ekki langt frá, en þar er þessi líka fína ólífuolíubúð. Við vorum uppiskroppa með ólífuolíu og því var þessi leiðangur nauðsynlegur.

IMG_7358
Ólífuolía frá öllum heimshornum

Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem rignir á okkur síðan við vorum í Japan, þar sem flóðgáttir himins opnuðust yfir okkur og stóðu opnar í marga daga. Við höfum fylgt vori og sumri allan okkar leiðangur. Við byrjuðum ferðalagið í Japan í byrjun september og þá er þar síðsumar, eða byrjun hausts eins og í Evrópu. Þaðan flugum við til Sidneyjar og komum inn í þeirra vor. Þar var veðrið gott. Sól og mátulega hlýtt.

Um miðjan október flugum við til Nýja Sjálands og byrjuðum á norður-eyjunni. Í Nýja-Sjálandi var líka vor og veðrið var fullkomið. Eftir um fimm vikna veru fluttum við okkur til suðureyju Nýja Sjálands. Nú er allt öfugt á suðurhveli og því var heldur kaldara á suðureyjunni þótt þar væri líka vor.

Þann 23. desember flugum við svo til Buenos Aires. Þar var heitt.

Frá Argentínu lá leiðin til Chile sem er langt land, langt frá norðri til suðurs. Í Santiago sem er í landinu miðju var vorveður, notalega heitt. Við keyrðum langt suður, næstum til Petagóníu, og hitinn lækkaði eftir því sem sunnar dró. Á eyjunni Chiloe var hitinn í kringum 20 gráður. Í norður Chile, Atakama eyðimörkinni, var líka vor.  Frá Chile flugum við til vorveðurs í Kúbu.

Frá Kúbu yfir til St. Bartolome. Þar er eilíft sumar. Sól og læti. Og svo lengra norður til Bandaríkjanna. Í Los Angeles var sumarhiti en varð svolítið kaldara eftir því sem við nálguðumst Seattle.

Í Kanada erum við komin svo langt norður að nú er hé vorbyrjun. 15 til 20 stiga hiti.

Þegar við komum til Íslands í lok maí ætti vorið að vera komið þangað.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.