Kanada, Vancouver: Þjónninn Trína

Á kaffihúsum hér í Kanada og Bandaríkjunum reyna þjónar mjög að heilla þá sem þeir þjóna. Vaninn er sá að þjónninn kemur að borðinu þegar maður er nýsestur og segir: “Ég heiti Trína, og það er ég sem ætla að láta ykkur líða vel hér í hádeginu. Endilega látið mig vita ef það er eitthvað sem ykkur vantar eða ég get gert fyrir ykkur.”
Maður nikkar kurteislega og vonar að Trína láti lítið fyrir sér fara það sem eftir máltíðarinnar. En Trína og allir hennar þjónavinir eru jafnan ekki á því að láta þig í friði. Ef hún hellir ekki vatn í glasið þitt (sem hún gerir næstum í hvert skipti sem þú færð þér sopa) þá spyr hún hvort maturinn sé ekki góður. Loks þegar maður biður um reikninginn kemur lítil kveðja á reikninginn frá Trínu inn í litlu hjarta sem hún hefur teiknað: “Thx, það var frábært að þjóna ykkur.” Og nú er komið að þér að þakka Trínu fyrir lipurðina með því að velja hvort þú gefur 15% í þjórfé, 20% eða 25%.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.